Aconitum lycoctonum

Ættkvísl
Aconitum
Nafn
lycoctonum
Ssp./var
ssp. lycoctonum
Íslenskt nafn
Týshjálmur
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Samheiti
Aconitum septentrionale Koelle
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Purpura-lilla eða hvít eða gul.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
100-150 sm
Vaxtarlag
Rætur eru langar. Stönglar háir, uppréttir. Lauf meira eða minna kringlótt til breiðari en löng, djúp 5-7 flipótt, hárlaus eða hærð ofan, yfirleitt hærð á æðastrengjum á neðra borði, grunnlauf með langan legg, flipar tenntir á mismunandi hátt eða sepóttir.
Lýsing
Blómskipunin skúfur, gisblóma eða þétt blóma, blómin fá eða mörg, purpura-lilla eða hvít eða gul. Blómleggir dúnhærðir. Hjálmurinn sívalur eða pokalaga, 3 x eða meir lengri en hann er breiður, oftast hærður á ytra borði, sporinn gormlaga. Fræhýði oftast 3, fræ oftast 4-hyrnd, brún til fílabeinslit.
Uppruni
N Evrópa, N Afríka.
Harka
3
Heimildir
= 1
Fjölgun
Haustsáning, skipting að vori eða hausti.
Notkun/nytjar
Sem stakstæð planta, í skrautblómabeð, í þyrpingar.
Reynsla
Harðgerð planta, sem vex villt á Norðurlöndunum. Í Lystigarðinum eru til 3 plöntur undir þesu nafni, frá mismunandi tímum, allar þrífast vel.
Yrki og undirteg.
'Ivorine' með mjólkurhvít blóm um 90 sm og blómstrar snemma. Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem kom sem planta í garðinn 1991, þrífst vel.