Aconitum lycoctonum

Ættkvísl
Aconitum
Nafn
lycoctonum
Ssp./var
ssp. vulparia
Höfundur undirteg.
(Rchb.) Schinz & Keller.
Íslenskt nafn
Þórshjálmur
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Samheiti
Aconitum vulparia Rchb.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Fölgulur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
100-150 sm
Vaxtarlag
Rætur langar. Stönglar háir, uppréttir. Laufin meira eða minna kringlótt til heldur breiðari en löng, hárlaus eða hærð ofan, yfirleitt hærð á æaðstrengjum á neðra borði. Grunnlaufin eru með langan legg, flipar 3 eða fleiri, djúp, sag-skert til mjög djúp blúndu-tennt.
Lýsing
Blómskipun klasi, endastæður, ógreindur eða greinóttur, strjál- eða þéttblóma, blómin fremur fá, fölgul, blómleggir dúnhærðir. Hjálmurinn sívalur eða pokalaga, 3 x eða meir hærri en hann er breiður, oftast dúnhærður, sporinn gormlaga. Fræhýði oftast 3, fræ sljó 4-hyrnd, brún eða fílabeinslit.
Uppruni
M & S Evrópa.
Harka
3
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori og hausti, haustsáning.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð, í þyrpingar,í blómaengi.
Reynsla
Harðgerður, fallegur og blómsæll, en sjaldséður nema í grasagörðum. Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur undir þessu nafni, sem sáð var til 197 og 1998 og gróðursettar í beð 1998 og 199, þrífast vel og sá sér.