Rætur með hnýðum. Stönglar uppréttir, mjög laufóttir, allt að 100 sm háir, smádúnhærðir ofantil. Lauf meira eða minna kringlótt, handflipótt, skipt í 5-7 flipa, hárlaus eða öng hærð, mjúk og sveigjanleg, smálauf mjó-fleyglaga.
Lýsing
Blómskipunin í klösum, oftast þéttblóma, blómleggir hárlausir eða meira eða minna þétt hrokkinhærðir. Blómin blálilla. Hjálmur hvolflaga, yfirleitt breiðari en hár. Sporar beinir. Frjóþræðir stundum hærðir. Fræhýði oftast 3, fræ þríhyrnd og með mjóa vængi á hornunum, brún.
Uppruni
England.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, haustsáning.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í raðir, í fjölæringabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur undir þessu nafni, sem sáð var til 1995 og 1998 og gróðursettar í beð 1998 og 2006, báðar þrífast vel.