Aconitum orientale

Ættkvísl
Aconitum
Nafn
orientale
Íslenskt nafn
Persahjálmur
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól eða hálfskuggi.
Blómalitur
Gulur með dökkbláa eða hvíta slikju.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
120-180 sm
Vaxtarlag
Jarðstönglar greinóttir. Stönglar 120-180 sm háir, uppréttir, verða sverir og rauðmengaðir við grunninn, grannir ofantil. Laufin meira eða minna kringlótt til heldur breiðari en löng, djúp 5-7 flipótt, með langan lauflegg, stór, randhærð, hárlaus eða hærð ofan, yfirleitt hærð á æðastrengjunum á neðra borði. Grunnlauf með langan legg, flipar breiðir, 3-flipótt, flipar mjó-lensulaga, tennt.
Lýsing
Blómskipunin er allt að 60 sm há eða hærri, með klasa, endastæð, þéttblóma, greinótt neðantil. Blómin fremur fá, gul með dökkbláa eða hvíta slikju. Blómleggir bognir, hárlausir. Hjálmur hár, 3x eða meir lengri en breiður, sívalur eða pokalaga, með stutta trjónu, hárlaus. Sporar uppundnir og gormlaga. Fræhýði oftast 3, fræin sljóhyrnd, hornin 4, brún eða fílabeinslit.
Uppruni
Tyrkland, Kákasus til Írans.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í raðir, í þyrpingar. Uppbinding.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 2003 og gróðursett í beð 2006, þrífst vel.