Aconitum reclinatum

Ættkvísl
Aconitum
Nafn
reclinatum
Íslenskt nafn
Skriðhjálmur*
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól - hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júlí-september.
Hæð
-1 m (eða allt að 3 m).
Vaxtarlag
Stönglar allt að 3 m, grannir, veikbyggðir, sveigðir eða klifrandi, eða uppréttir og allt að 1 m háir. Laufin mörg, djúp 5-skipt, fliparnir fleyglaga-öfugegglaga, grófskert og hvassydd ofan við miðju.
Lýsing
Blómskipunin löng, oftast samsett, blómleggir fín-dúnhærðir. Blómin hvít, hjálmurinn hærri en hann er breiður, næstum láréttur, með trjónu á bakinu og myndar granna, næstum sívala sepa. Fræhýði 3-5.
Uppruni
A Bandaríkin (Virginía til Georgia).
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð, sem klifurplanta.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 1999 og gróðursett í beð 2010, þrífst vel.