Aconitum variegatum

Ættkvísl
Aconitum
Nafn
variegatum
Íslenskt nafn
Snoðhjálmur
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Hálfskuggi - dálítill skuggi.
Blómalitur
Blár, bláfjólublár og hvítur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
100 sm
Vaxtarlag
Rætur með hnúðum. Stönglar upréttir, oft greinóttir, með lauf. Laufin meira eða minna kringótt, handskipt eða skipt í 5-7 hluta, smálaufin tennt eða flipótt.
Lýsing
Blómin opinn skúfur, blómleggir útstæðir, hárlausir eða meira eða minn alngullhærðir, blómin blá eða bláfjólublá og hvít, hjálmurinn klukkulaga, yfirleitt hærri en hann er breiður, oft með mjúk, löng hárutsan, sporar gormlaga. Fræhýði oftast 3-5, fræin með vængi, með fjölda fellinga, svört.
Uppruni
M & S Evrópa, Tyrkland.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð, í raðir, í þyrpingar.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur undir þessu nafni, sem sáð var til 1988 og 2002 og gróðursettar í beð 1993 og 2006, báðar þrífast vel.