Aconitum x cammarum

Ættkvísl
Aconitum
Nafn
x cammarum
Íslenskt nafn
Fagurhjálmur
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól - hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur að mestu leyti, stundum rauð eða purpura eða flikrótt.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
- 90 sm
Vaxtarlag
Blendingur snoðhjálms (A. variegatum) og venusvagns (A. napellus). Rætur með hnúðum. Stönglar 90 sm háir, hárlausir. Laufin 5-7 skipt, 5-10 sm breið, flipar fleyglaga við grunninn, oft 3-flipótt, fliparnir lensulaga, 3-6 mm breiðir.
Lýsing
Blómskipunin dálítið greinótt, pýramídalaga, þétt, efst greinarna fremur stuttar, næstum eins og þær hliðstæðu. Blómin 4 sm, hvít að mestu leyti, stundum rauð eða purpura eða flikrótt. Hjálmurinn mjög boginn fram á við, með stutta trjónu og purpura jaðra. Fræin 3-hyrnd, ekki með vængi, hliðarnar með þver-hrukkum, brún.
Uppruni
Evrópa.
Harka
3
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, haustsáning.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð, í raðir.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 2003 og gróðursett í beð 2006, þrífst vel.
Yrki og undirteg.
'Bicolor' hávaxið yrki með gleiðar greinar, blómin blá og hvít, hjálmur álútur, blómskipunin gisin. 'Caeruleum' upprétt yrki, breitt, blómin djúpblá, blómskipunin gisin. 'Grandiflorum Album' er með stór, hvít blóm.'Nachthimmel' hávaxið yrki með stór, dökkfjólublá blóm.