Aconogonon alpinum

Ættkvísl
Aconogonon
Nafn
alpinum
Íslenskt nafn
Snæsúra (alpasúra)
Ætt
Súruætt (Polygonaceae).
Samheiti
Persicaria alpina (All.) H. Gross, Polygonum alpinum All.; Polygonum undulatum Murr
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól - hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
100-150 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt sem er 100 sm há eða hærri, jarðstöngull stuttur, skríðandi. Stönglar hárlausir eða með aðlæg eða útstæð hár. Lauf 3-8 x 1-3 sm, egglaga til lensulaga, hærð, axlablöð fölbrún, visna flótt og detta af.
Lýsing
Blóm í gisnum skúf, hvít, blómhlífarblöð 2-3 mm, egglaga-aflöng. Aldin 4-5 mm, fölbrún, ná fram úr blómhlífinni.
Uppruni
Alpafjöll til SV Asíu.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Sem stakstæð planta, í horn, í bakgrunn. Þarf vandaða uppbindingu.
Reynsla
Harðger, ág. til afskurðar og þurrkunar.