Actinidia kolomikta

Ættkvísl
Actinidia
Nafn
kolomikta
Íslenskt nafn
Kattaflétta
Ætt
Actinidiaceae
Lífsform
klifurrunni
Kjörlendi
sól (-hálfsk) og skjól
Blómalitur
hvítur
Hæð
2-4 m
Vaxtarlag
Allhá klifurjurt. Sérbýli. Til að ber þroskist þurfa bæði kynin að vera í ræktun.
Lýsing
Blöðin eru mjög skrautleg og aðalskraut plöntunnar, hvít, bleik og græn, sérstaklega á kk plöntum og í góðri birtu (sól). Blómin koma úr blaðöxlum, fremur lítil og lítt áberandi.Berin gulgræn, vel æt og innihalda mikið af C vítamíni.
Uppruni
E. Asia - China, Japan, E. Siberia.
Harka
z4
Heimildir
1,2
Fjölgun
sumargræðlingar, sáning (stratificera í 3-4 vikur)
Reynsla
Lítt reynd hér en virðist þrífast vel í GR á suðurvegg. Þolir ekki næðing.
Yrki og undirteg.
Yrkið 'Arctic Beauty' er með minni lauf og aðeins harðgerðara (Z3). Önnur yrki eru t.d. 'Tomoko'kvk og 'Yazuaki'kk.