Adenophora bulleyana

Ættkvísl
Adenophora
Nafn
bulleyana
Íslenskt nafn
Skúfbura
Ætt
Campanulaceae
Lífsform
fjölær
Kjörlendi
sól - hálfsk, skjól
Blómalitur
blár
Blómgunartími
síðsumars
Hæð
-1m
Vaxtarlag
Blómstönglar allt að 100 sm, uppréttir, dálítið kræklóttir, dúnhærðir.
Lýsing
Stöngullauf allt að 7,5 sm, egglaga-aflöng, sagtennt, stinnhærð. Blómskipunin samsett úr nokkrum þéttblóma axgreinum. Blómin oft 3 saman. Bikarflipar allt að 12 mm, mjólensulaga, sagtenntir. Krónan allt að 12 mm, trektlaga, fölblá. Blómgast í ágúst
Uppruni
V Kína
Harka
3
Heimildir
1,2
Fjölgun
skipting að vori, sáning
Notkun/nytjar
fjölær beð
Reynsla
Lítt reynd í garðinum. Í uppeldi 2005. Þarf uppbindingu þegar líður á sumarið.