Adenophora liliifolia

Ættkvísl
Adenophora
Nafn
liliifolia
Íslenskt nafn
Kirtilbura
Ætt
Campanulaceae
Lífsform
fjölær
Kjörlendi
sól
Blómalitur
fölblár-hvítur
Blómgunartími
ágúst-sept.
Hæð
0.4-0.5m
Vaxtarlag
Fjölær jurt. Blómstönglar allt að 50 sm, uppréttir, fíndúnhærðir.
Lýsing
Stofnstæðu laufin hálfkringlótt, skert, legglöng, Stöngullauf lensulaga til bandlensulaga, sagtennt, stilklaus. Blómin hangandi, ilma, mörg saman í strjálblóma skúfi. Bikarflipar lensulaga. Krónan allt að 2 sm, breiðbjöllulaga, fölblá til hvít. Blómgast í ágúst-sept.
Uppruni
M Evrópa - Síbería
Sjúkdómar
engir
Harka
2
Heimildir
1
Fjölgun
skipting, sáning
Notkun/nytjar
steinhæð, fjölæringabeð
Reynsla
Auðræktuð og þrífst vel. Hefur lifað samfellt í Lystigarðinum (N7-A11)frá árinu 2000.