Adonis brevistyla

Ættkvísl
Adonis
Nafn
brevistyla
Íslenskt nafn
Ljósagoði
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Samheiti
Réttara: Adonis davidii Franchet
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Apríl-ágúst.
Hæð
20-40 sm
Vaxtarlag
Uppréttir blómstilkar, jarðstönglar um það bil 8 mm í þvermál.
Lýsing
Blómstilkar (10-)20-40(-58) sm háir, greinast oftast frá grunni, hárlausir, neðst eru himnukennd hreistur. Leggir neðstu stilklaufa allt að 7 sm lagir, en ofar eru blöðin leggstutt eða legglaus. Blaðkan er fimmhyrnd til þríhyrnd-egglaga, 3,5-9 x 3,5-10 sm, þrískipt, hárlaus, smálauf tvífjaðurskipt, endableðill mjóegglaga til lensulaga, hvasstenntur. Blómin (1,5-)1,8-2,8 sm í þvermál. Bikarblöð 5-7, oddbaugótt, 5-8 mm löng, hárlaus, sjaldan kögruð. Krónublöð 7-14 talsins, hvít, stundum með purpuralitri slikju, öfugegglaga-aflöng 1-1,4 sm, bogadregin eða +/- hvassydd í enda. Fræflar jafnlangir bikarblöðum. Eggleg lítillega smádúnhærð. Stílar mjög stuttir, fræni hárlaus, hnetur/fræ öfugegglaga, 3-4 mm, ögn dúnhærð.
Uppruni
Kína.
Heimildir
Flora of China netútgáfa,
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð, í steinhæðir, í kanta.
Reynsla
Hefur reynst vel í garðinum (B6-A. Ræktuð í LA frá 1994 - mjög fínleg og flott steinhæðarplanta sem þó þolir að vera í jaðri á fjölæringabeði svo fremi að ekki safnist vatn að henni að vetri.