Adonis chrysocyathus

Ættkvísl
Adonis
Nafn
chrysocyathus
Íslenskt nafn
Gullgoði
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Maí.
Hæð
30-40 sm
Vaxtarlag
Lágvaxinn fram að blómgun en hækkar síðan, langir jarðstönglar. Blómstilkar allt að 40 sm háir með slíðurhreistur neðst.
Lýsing
Neðstu stilklauf með allt að 15 sm langan legg, leggstutt eða legglaus efst. Blaðkan egglaga-fimmhyrnd, 3,5-5 x 3-4,5 sm, 3 x fjaðurskipt, dúnhærð á neðra borði í fyrstu en síðar nær hárlaus, ystu laufhlutar egg-tígullaga til hálf-lensulaga, grunnur fleyglaga, hvassydd. Blómstilkar stuttir, dúnhærðir. Bikarblöð 6-8, fölpurpura, egglaga, um 1,5 x 6-7 mm, dúnhærð, misgróftennt. Krónublöðin gul, 16-24 talsins, öfuglensulaga, 2-2,8 x 0,8-1 sm, snubbótt. Aldin mynda kúlulaga þypingar, hnetur 5-7 mm, hárlausar, stílar langæir og bognir.
Uppruni
V Himalaja, Tíbet.
Sjúkdómar
Engir.
Harka
7
Heimildir
1, Flora of China, netútgáfa.
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í fjölæringabeð.
Reynsla
Harðgerð bæði norðanlands og sunnan. Blómgast vel og lengi í júní. Eitt flottasta goðablómið. Ræktuð í garðinum frá 1992. Vex í heimkynnum sínum í grösugum fjallshlíðum upp í 2600 m hæð.