Adonis pyrenaica

Ættkvísl
Adonis
Nafn
pyrenaica
Íslenskt nafn
Brekkugoði
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gullgulur.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
30-40 sm
Vaxtarlag
Upprétt jurt, blómstilkar allt að 40 sm, ekkert hreistur neðst á stönglum.
Lýsing
Neðri stöngullauf með langan legg, þau efri legglaus, þrífjaðurskipt, flipar bandlaga. Blóm endastæð, stök, allt að 6 sm í þvermál. Bikarblöðin 5, hárlaus. Krónublöð 12-20, tvöfalt lengri en bikarblöðin, gullgul. Hnetur um 6 mm, dúnhærðar eða næstum hárlausar, trjóna um 2 mm, flöt, bogin en ekki þétt upp að hnetunni.
Uppruni
Pyreneafjöll, fjöll í S Frakklandi.
Harka
6
Heimildir
1,2
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í fjölær beð, skrautblómabeð.
Reynsla
Stór blóm. Í F5 frá 1996 og hefur þrifist mjög vel - afar flott garðplanta.