Adonis sibirica

Ættkvísl
Adonis
Nafn
sibirica
Íslenskt nafn
Síberíugoði
Ætt
Sóleyjarætt (Ranunculaceae).
Samheiti
Réttara: Adonis apennina L.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Júní.
Hæð
30-40 sm
Vaxtarlag
Öll plantan hárlaus nema frævan. Jarðstönglar sverir.
Lýsing
Blómstilkar um 40 sm á hæð 3-5 mm í þvermál með hreisturlík slíður við grunninn. Stilklauf um 15 talsins, legglaus, egglaga til þríhyrnd um 6 x 4 sm, 2 eða 3 fínlega fjaðurskipt, endableðill mjóbandlaga til mjólensulaga 1-1,5 mm á breidd, stundum smátennt.Blóm 4-5,5 sm í þvermál. Bikarblöð gulgræn, breiðegglaga, um 1,5 x 6 mm, mjókka til enda. Krónublöð gul, mjó öfugegglaga, 2-2,3 x 0,6-0,8 sm, bogadregin til snubbótt í endann með misstórar tennur. Frævlar um 1,2 sm, frjóhnappar mjó-aflangir um 1 mm. Stílar um 1 mm, bognir. Hnetur um 4 mm, ögn dúnhærðar.
Uppruni
Mongólía, Rússland, Evrópa
Heimildir
Flora of China netútgáfa,
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í fjölæringabeð.
Reynsla
Í C6 frá 1996 (ógreind), þrífst mjög vel.