Ageratum houstonianum

Ættkvísl
Ageratum
Nafn
houstonianum
Íslenskt nafn
Bláhnoða
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae).
Lífsform
Einær jurt - sumarblóm.
Kjörlendi
Sólríkur og skjólgóður.
Blómalitur
Lila, blár eða gráfjólublár.
Blómgunartími
Júlí-september.
Hæð
- 70 sm
Vaxtarlag
Einær jurt, allt að 70 sm há, lyktar illa. Stönglar stundum greinóttir ofantil, rauðir eða grænir. Laufin allt að 9 x 7 sm, egglaga til skakktígullaga, stundum dúnhærð, venjulega bogadregin í oddinn, grunnur hjartalaga, jaðar bogtenntur, laufleggir 5 mm.
Lýsing
Körfur 5-15, endastæðar, venjulega í strjálum þyrpingum, smáreifar allt að 5 mm, þétt hærðar til næstum hárlausar, blómin allt að 3,5 mm, pípan hvít, flipar bláir, lilla eða gráfjólubláir. Svifhár úr 5 ósamvöxnum hreistrum.
Uppruni
M Ameríka, V Indíur.
Harka
8
Heimildir
= 1
Fjölgun
Forræktuð jurt sem sumarblóm.
Notkun/nytjar
Í kanta, í þyrpingar.
Reynsla
Ræktað af og til sem sumarblóm. Ekki í Lystigarðinum 2015.