Agoseris glauca

Ættkvísl
Agoseris
Nafn
glauca
Íslenskt nafn
Fjallageitafífill*
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Júní-ágúst.
Hæð
20-40 sm
Vaxtarlag
Engir stönglar. Laufin upprétt eða útafliggjandi, laufleggirnir sjaldan purpurlitir, japrar laufleggsins hárlaus eða dúnhærður, venjulega ekki randhærður, blaðkan lensulaga til öfuglensulaga, 2-46 sm, venjulega með heilrendq jaðra, stundum tennta, sjaldan flipótta eða blúndujaðrað, flipar 2-3 pör eða óreglulegir, lensulaga, útstæðir, smáflipar engir, hárlaus ofan og bláleit eða ögn langhærð til lóhærð.
Lýsing
Blómskipunarleggir hafa lengst áberandi eftir blómgun, eru 560(90) sm þegar fræið er þroskað, hárlausir eða verða hárlausir, eða smádúnhærð til ullhærð efst, stundum með kirtilhár með legg. Reifar öfugkeilulaga til hvolflaga, 1-3 sm þegar fræin eru þroskuð. Nærreifar í 3 röðum, græn eða þau miðlægu bleikpurpura, oft með purpura-svartar doppur, miðrák, og/eða oddar misjafnir eða misstórir, jaðrar hárlausir eða ± hærðir, venjulega ekki randhærir, hárlaus eða lóhærð bæði ofan og neðan, stundum með kirtilhár með legg eða ekki með kirtilhár, ytri nærreifar uppréttar eða útstæðar, oddar hárlaus eða lang- og mjúkhærðir. Innri nærreifar ekki áberandi langar þegar fræin eru fullþroskuð. Blómstæði með eða án blómagna. Smáblóm 15-150, krónurnar gular, pípur 4-18 mm, tungukrýndu blómin 6-14 x 2-5 mm. Frjóhnappar 3-7 mm. Fræhnotin 7-15 mm, spólulaga til mjóheilulaga, 5-9 mm, mjókka í stinna trjónu 1-4 mm, lengdin yfirleitt minna en 1/2 sinnum lengd fræsins, rifin flöt eða hryggjótt, hárlaus eða snörp efst, svifhár í 2-3 röðum, 8-18 mm.
Uppruni
V N-Ameríka.
Heimildir
= https://mnfi.anr.msu.edu/abstracts/botany/Agroseris-glauca.pdf., www.efloras.org/florataxon.aspx?flora-id=1&taxon-id=250066034, Flora of North America.
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð.
Reynsla
Var í Lystigarðinum fáein ár, en er þar ekki 2015.
Yrki og undirteg.
Agoseris glauca var. glauca. Blómstæði án blómagna, laufblaðkan oftast hárlaus og bláleit, sjaldan með dálítið af hárum, blómskipunarleggir (efst og nærreifar) venjulega hárlausir, stundum smádúnhærðir, ekki kirtilhærðir. ---------------- Agoseris glauca var. dasycephala: Blómstæði oftast meira eða minna með blómagnir, laufblaðkan venjulega smádúnhærð til þéttlanghærð, stundum hárlaus, blómskipunarleggir (efst og nærreifar) oftast langhærðir til ullhærðir eða lóhærðir, stundum hárlausir, oft með kirtilhár með legg.