Alnus incana

Ættkvísl
Alnus
Nafn
incana
Ssp./var
ssp. hirsuta
Höfundur undirteg.
(Spach) Á. & D.Löve
Íslenskt nafn
Hæruölur (hæruelri)
Ætt
Bjarkarætt (Betulaceae)
Samheiti
A. hirsuta (Spach). Rupr.
Lífsform
Lauffellandi tré.
Kjörlendi
Sól til hálfskuggi.
Blómalitur
Karlblóm mógræn, kvenblóm rauðleit-græn.
Blómgunartími
Mars-apríl.
Hæð
10- 20 m
Vaxtarhraði
Vex vel.
Vaxtarlag
Lauffellandi tré, allt að 18-20 m hátt í heimkynnum sínum, krónan kröftug, breið-pýramídalaga. Blómin eru einkynja (hvert blóm er annað hvort kvenkyns eða karlkyns, en bæði kynin er að finna á sama trénu) og er vindfrævað. Hæruelri er náskylt gráelri (A. incana) en greinist frá gráelrinu á stærri laufum og aldinum. Börkur svarbrúnn, greinar með þéttdúnhærða brúska aðeins fyrst í stað, rauð-brún, eldri greinar bládöggvaðar, sléttar. Brum egglaga, límug, með purpuralita dúnhæringu.
Lýsing
Lauf 6-13 sm, breiðegglaga, stuttydd, grunnur fleyglaga, jaðrar stór-tvísagtenntir, næstum flipótt, mattgræn, ögn dúnhærð ofan en með þétt, rauðbrún dúnhár á neðra borði einkum á æðastrengjum. Æðastrengjapör 9-12, laufleggur 2,5-2 sm. Reklar 2×1 sm, 3-4 reklar í klasa, stundum 2-6, blómskipunarleggir allt að 4 sm, aldin næstum legglaus.
Uppruni
Japan, Kína.
Harka
3
Heimildir
1, http://www.pfaf.org
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar. ---- Best er að sá fræinu í sólreit strax og það hefur þroskast og þekja það aðeins lítið með jarðvegi, sáning að vori ætti líka að spíra vel, ef fræið er ekki þakið. Fræið ætti að spíra þegar það fer að hlýna í veðri. Þegar kímplönturnar eru orðnar nógu stórar til að handfjatla þær eru þær gróðursettar hver í sinn pott.
Notkun/nytjar
Í skjólbelti, í raðir, sem stakstæð tré.Hæruelri er með rótargerla og getur unnið nítur/köfnunarefni úr andrúmsloftinu.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1984 og gróðursett í beð 1988. Þrífst vel og er mjög falleg. -- Hefur reynst afar vel í Lystigarðinum. Kelur nánast ekki neitt.
Yrki og undirteg.
Alnus hirsuta (Spach) Rupr. v. sibirica (Spach) C. K. Schneid er harðgert tré með hárlausar greinar og aðeins hærð á æðum á neðra borði. (Heimkynni: Japan, NA Asía).Alnus hirsuta (Spach) Rupr. v. mandschurica Callier er harðgert tré, lauf 10 x 8 sm breið oddbaugótt, snubbótt, grunnur bogadreginn, grunnir separ, dálítið hærð á efra borði, fölgræn eða blágræn á neðra borði og æðar eru þétthærðar á neðra borði. (Heimkynni: Mansjúría).