Alnus serrulata

Ættkvísl
Alnus
Nafn
serrulata
Íslenskt nafn
Sagölur
Ætt
Betulaceae (Bjarkarætt)
Samheiti
Alnus serrulata (Aiton) Willd. v. subelliptica Fernald , Betula serrulata Aiton, Hort. Kew. 1: 338. 1789; Alnus noveboracensis Britton; A. rubra Desfontaines ex Spach; A. rugosa (Du Roi) Sprengel var. serrulata (Aiton) Winkler
Lífsform
Lauffellandi runni - lítið tré.
Kjörlendi
Sól eða hálfskuggi.
Blómalitur
Kvenreklar rauðleitir, karlreklar grænbrúnir.
Blómgunartími
Snemma vors.
Hæð
2-4 m
Vaxtarlag
Lauffellandi runni, 2-4 m hár eða lítið margstofna tré, allt að 6 m hátt. Greinar rauðbrúnar með gráa loðnu, verða fljótt hárlausar, eru með 3-hyrndan merg. Brum með legg, hárlaus, límkennd, brumhlífar rauðpurpura.
Lýsing
Laufin stakstæð, heil, öfugegglaga til oddbaugótt, stuttydd-oddlaus fjaðurstrengjótt, fín sagtenntir, bylgjaðir jaðrar. Grunnur fleyglaga, jaðrar fín-hvasstenntir, glansandi dökkgræn ofan, hárlaus, ljósari og fínhærð neðan nema með dúska í æðastrengjakrikunum. Æðastrengjapör 8-9, laufleggir 0,5-4 sm. Blómin einkynja, bæði karl- og kvenblóm myndast, karlreklar eru grænbrúnir, 2,5-3,3 sm, kvenreklar 1,75 sm langir,3-4 saman, næstum legglausir, rauðleitir, opnast snemma vors. Aldin trékennd, köngullík, 1,7 sm löng, dökkbrún, hver blómhlíf lykur um agnarsmátt fræ með væng. Aldin ná fullum þroska á haustin og standa lengi.
Uppruni
A Bandaríkin.
Heimildir
1, 4, http://3n.wikipedia.org, http://dendro,cnre.vt.edu, http://plants.usda.gov
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í beð.Vex best á blautu flatlendi og á lækjabökkum, samt getur plantan vaxið á vel framræstum land, getur vaxið í dálitlum skugga og þolir súran jarðveg, en viðurinn er veikbyggður og þolir illa rok og ís.Best er að gróðursetja A. serrulata sem berróta plöntur eða ungplöntur úr pottum ef ætlunin er að græða árbakka upp. Þá eru þær gróðursettar með 60 sm millibil í raðir sem 60 sm eru á milli á svæðinu. Ef A. serrulata er gróðursett til að bæta búsvæðið fyrir villt dýr eða til að bæta votlendi, ætti að gróðursetja plönturnar með 15-30 m millibili svo að króna trjánna geti þroskast eðlilega og fræmyndun verði góð.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur undir þessu nafni sem sáð var til 1990 og gróðursettar í beð 1996 og 2000, þrífast vel.