Alnus viridis

Ættkvísl
Alnus
Nafn
viridis
Ssp./var
ssp. fruticosa
Höfundur undirteg.
(Rupr.) Nyman
Íslenskt nafn
Hrísölur (hríselri)
Ætt
Bjarkarætt (Betulaceae)
Samheiti
Alnus fruticosa Rupr. , Alnus viridis v. sibirica Rgl.
Lífsform
Runni - lítið tré
Kjörlendi
Sól
Blómgunartími
Vor
Hæð
5-10 m
Vaxtarhraði
Hægvaxta
Vaxtarlag
Lauffellandi tré eða runnar með útréttar greinar, allt að 3(-10) m háir. Greinar rauðbrúnar í fyrstu, verða grábrúnar, korkblettir ljósir, fáir.
Lýsing
Laufblaðkan dökkgræn, breiðegglaga, 5-8(-10) × 3-6(-7) sm, grunnur bogadreginn til næstum þverstýfður eða næstum hjartalaga. Jaðrar sléttir, hvass- og þétt- tvísagtenntir, laufin hvassydd til stutt-odddregin, neðra borð hárlaust til lítillega dúnhærð, einkum á æðastrengjum, dálitið til mjög kvoðuborin. Æðastrengjapör 7, stöku sinnum allt að 10. Laufleggir 0,5-1 sm langur. Blómskipanir: karlreklar 3,5-6 sm. kvenreklar 1,2-2 × 0,5-1,2 sm, vaxa úr endabrumi, blómskipunarleggir 1-3 sm.
Uppruni
Síbería, Mansjúría
Harka
2
Heimildir
1, www.wFloras.org Flora of N America, http://en.wikipedia.org
Fjölgun
Sáning - sumargræðlingar
Notkun/nytjar
Vex á grýttum, sendnum ströndum, lækjarbökkum, vatnsbökkum og á votum skóglausum svæðum, 0-500 m h.y.s. Hrísölur er stundum ræktaður til að græða upp magran jarðveg með skógi, þar sem hann gerir jarðveginn næringarefnaríkari með hjálp hnúða með níturbindandi gerlum. Þar sem tegundin verður ekki nógu stórvaxin til að keppa við stórvaxin trjátegundir taka þær seinna yfir.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1988 og gróðursett í beð 2000. Þrífst vel, kelur ekki mikið en vex sem lítið tré - fremur hægt - haustar snemma (Spont.: USSR - Jacutat). Aðeins í fáu frábrugðin Alnus viridis - grænelri (náskyld)