Amelanchier alnifolia

Ættkvísl
Amelanchier
Nafn
alnifolia
Íslenskt nafn
Hlíðaramall
Ætt
Rósaætt (Rosaceae)
Samheiti
Aronia alnifolia Nuttall, Amelanchier canadensis v. alnifolia Torrey & Gray, : canadensis v. florida Schneider, A. oreophila A. Nelson pro parte
Lífsform
Runni
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Maí-júní
Hæð
2-4 m
Vaxtarlag
Runni eða lítið tré 2-4 m á hæð, stíf-upprétt, margstofna, oftast með stutta, skriðular hliðarrenglur. Greinar hvít-lóhærðar í fyrstu, hárlausar og rauðleitar áður en langt um líður.
Lýsing
Lauf 2-5,5 sm, þykk, breiðegglaga eða næstum kringlótt, oddur venjulega þverstýfður (sjaldan yddur), grunnur bogadreginn eða næstum hjartalaga. Laufin gróftennt ofan við miðju, æðastrengjapör 7-12. Blómklasar allt að 4 sm, uppréttir, með 5-15 blóm. Krónublöð 0,8-1,6 sm, öfuglensulaga, mjókka að grunni, rjómahvít. Aldin um 1 sm breið, dökkblá, safarík og æt.
Uppruni
Vestur og mið N-Ameríka.
Harka
2
Heimildir
1, 10
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í beð, í þyrpingar.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru 4 plöntur undir þessu nafni sem sáð var til 1981 og gróðursettar í beð 1985, hafa kalið lítið sem ekkert gegnum árin.Harðgerður í LA, kelur lítið sem ekkert (Spont.: Kanada, BC, Peace River District), - A. alnifolia vísar til Þess að blöðin líkjast elriblöðum, fer snemma af stað á vorin en lýkur vexti snemma hausts. Æt ber. Töluverður breytileiki er gjarnan í tegundum af þessari ættkvísl þar sem þær víxlast gjarnan í náttúrunni og jafnvel færustu grasafræðingar eiga erfitt með að greina þær.
Yrki og undirteg.
Amelanchier alnifolia v. semiintegrifolia - sjá næstu síðu