Amelanchier alnifolia

Ættkvísl
Amelanchier
Nafn
alnifolia
Ssp./var
v. semiintegrifolia
Höfundur undirteg.
(Hook.) C. Hitchc.
Íslenskt nafn
Hlíðaramall (hunangsviður)
Ætt
Rósaætt (Rosaceae)
Samheiti
A. oxyodon Koehne, A. florida Lindley
Lífsform
Runni
Kjörlendi
Sól
Blómalitur
Hvítur
Blómgunartími
Júní
Hæð
2-3 m
Vaxtarlag
Runni eða lítið tré. Getur orðið allt að 12 m á hæð í heimkynnum sínum. Ungar greinar með ryðbrúnt hár, verða hárlausar.
Lýsing
Mjósleginn, 1-5 m hár runni eða allt að 12 m hátt tré í heimkynnum sínum, greinar mikið lóhærðar í byrjun verða seinna rauðbrúnar og hárlausar. Lauf allt að 4 sm á lengd, hærð. Æt ber.
Uppruni
NV N-Ameríka.
Harka
2
Heimildir
1, 2, 10
Fjölgun
Sumargræðlingar, sáning, sveiggræðsla.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, stakstæð, í blönduð beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er ein planta sem keypt var 1979 og gróðursett í beð það sama ár, hefur kalið lítið sem ekkert gegnum árin blómstrar oft mikið og ber fjölda berja.Harðgerður í LA (frá Tumastöðum úr Alaskasafni þar), blómgast vel og þroskar ber árlega. Þarf að grisja reglulega.