Runni eða lítið tré. Getur orðið allt að 12 m á hæð í heimkynnum sínum. Ungar greinar með ryðbrúnt hár, verða hárlausar.
Lýsing
Mjósleginn, 1-5 m hár runni eða allt að 12 m hátt tré í heimkynnum sínum, greinar mikið lóhærðar í byrjun verða seinna rauðbrúnar og hárlausar. Lauf allt að 4 sm á lengd, hærð. Æt ber.
Uppruni
NV N-Ameríka.
Harka
2
Heimildir
1, 2, 10
Fjölgun
Sumargræðlingar, sáning, sveiggræðsla.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, stakstæð, í blönduð beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er ein planta sem keypt var 1979 og gróðursett í beð það sama ár, hefur kalið lítið sem ekkert gegnum árin blómstrar oft mikið og ber fjölda berja.Harðgerður í LA (frá Tumastöðum úr Alaskasafni þar), blómgast vel og þroskar ber árlega. Þarf að grisja reglulega.