Amelanchier laevis

Ættkvísl
Amelanchier
Nafn
laevis
Íslenskt nafn
Sætamall
Ætt
Rósaætt (Rosaceae)
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júní.
Hæð
- 13 m
Vaxtarlag
Lauffellandi, 10 13 m hátt tré í heimkynnum sínum, oftast aðeins breiður, greinóttur runni, stundum vöxt sem minnir á tré með slútandi hárlausar greinar.
Lýsing
Lauffellandi runni eða tré allt að 13 m hátt. Lauf 4-6 sm, egglaga, ydd, grunnur bogadreginn, fíntennt næstum að grunni, hárlaus, æðastrengjapör 12-17. Blómklasar allt að 12 sm, hangandi, blóm fjölmörg. Krónublöð 1,2 2,2 sm, hvít. Aldin allt að 1,8 sm breið, hnöttótt, purpuralit til næstum svört, sæt.
Uppruni
Mið N-Ameríka.
Harka
Z4
Heimildir
1, 2, 10
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í blönduð beð, sem stakstæður runni.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 1997 og gróðursett í beð 2000, kelur nokkuð flest ár.