Amelanchier lamarckii

Ættkvísl
Amelanchier
Nafn
lamarckii
Íslenskt nafn
Garðamall
Ætt
Rósaætt (Rosaceae)
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júní.
Hæð
- 10 m
Vaxtarlag
Stór runni eða margstofna lítið tré allt að 10 m hátt, ungar greinar silkihærðar.
Lýsing
Lauffellandi tré eða runni allt að 10 m hár. Ungar greinar með þornhár, verða hárlaus. Lauf 8,5 × 5 sm, oddbaugótt, aflöng-oddbaugótt eða aflöng-öfugegglaga. Snubbótt eða næstum ydd eða oddlaus til stutt odddregin. Grunnur bogadreginn til fleyglaga, með fínar hvassar tennur sem vita fram á við næstum allan hringinn á laufinu, koparrauðar og þornhærðar, lauf verða hárlaus á blómgunartímanum. Blómklasar 7,5 sm langir, strjálblóma, með 6-10 blóm. Krónublöð um 14 × 5 mm, öfuglensulaga til oddbaugótt, hvít. Eggleg hárlaus í toppinn. Aldin um 9,5 mm í þvermál, hnöttótt, purpurasvört. &
Uppruni
A Kanada.
Harka
H1
Heimildir
2,1
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í blönduð beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 2000 og gróðursett í beð 2007.