Amelanchier sanguinea

Ættkvísl
Amelanchier
Nafn
sanguinea
Íslenskt nafn
Blóðamall
Ætt
Rósaætt (Rosaceae)
Samheiti
A. amabilis Wiegand, A. rotundifolia Roemer
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur eða ljósbleikur.
Blómgunartími
Júní.
Hæð
1,5-3m
Vaxtarlag
Gisgreinóttur, breiðvaxinn, 1-3 m hár runni, greinar rauðleitar eða gráar.
Lýsing
Lauffellandi, útafliggjandi eða bogsveigður, grannur runni, allt að 3 m hár. Ungar greinar rauðar eða gráar. Lauf 2,5-7 sm breið, egglaga eða næstum kringlótt, ydd eða snubbótt. Grunnur bogadreginn til ögn fleyglaga. Laufið er með þétt, gulhvítt hár á neðra borði, verða hárlaus, gróftennt næstum að grunni, æðastrengjapör 11-13. Blómklasar allt að 8 sm, uppréttir eða hangandi, með 4-10 blóm. Krónublöð 1-1,5 sm, hvít eða ljósbleik. Aldin 6-9 mm breið, hnöttótt, purpurasvört, sæt.
Uppruni
Austur N-Ameríka, S Kanada.
Harka
Z4
Heimildir
1, 2,10
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í blönduð beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur undir þessu nafni sem sáð var til 1989 og gróðursettar í beð 1994. báðar kala lítið og blómstra. Hefur reynst vel í Lystigarðinum.