Amelanchier stolonifera

Ættkvísl
Amelanchier
Nafn
stolonifera
Íslenskt nafn
Skriðamall
Ætt
Rósaætt (Rosaceae)
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júní.
Hæð
1-2 m
Vaxtarhraði
Meðalhraðvaxta.
Vaxtarlag
Stuttgreindur, uppréttur, 1,5-2 m hár runni, sem breiðist mikið út með neðanjarðarrenglum.
Lýsing
Lauffellandi runni allt að 2 m hár, með skriðular renglur, myndar þyrpingar. Lauf 5 × 3 sm, aflöng til næstum kringlótt, grunnur bogadreginn til næstum hjartalaga. Laufið er með fíngerðar, tennur sem vita fram á við á efsta 2/3 hlutanum og þétt, hvítt hár á neðra borði þegar þau eru ung, æðastrengjapör eru 7-10. Blómklasar, uppréttir. Krónublöð allt að 9,5 m, öfugegglaga-aflöng. Eggleg hært í toppinn. Aldin blásvört, safarík.
Uppruni
Austur N-Ameríka.
Harka
Z4
Heimildir
1, 2, 10
Fjölgun
Skipting, sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í blönduð beð - t.d. fremst í runnabeði.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem kom í garðinn 1979 og var gróðursett í beð það sama ár, kelur mismikið.Hefur reynst vel í Lystigarðinum (K: 0-1,5 - nokkuð mismunandi frá ári til árs; Spont.: Kanada, Quebec)