Anemone nemorosa

Ættkvísl
Anemone
Nafn
nemorosa
Íslenskt nafn
Skógarsnotra (Skógarsóley)
Ætt
Ranunculaceae
Lífsform
fjölær
Kjörlendi
sól, hálfskuggi
Blómalitur
hvítur
Blómgunartími
maí
Hæð
0.15-0.3m
Vaxtarlag
Sívalir brúnir skriðulir jarðstönglar, vex alltaf í breiðum, smávaxin, hárlaus
Lýsing
Blómin eru stök á stöngulendum, hvít en oft með bleika eða blá slikju á neðra borði, lotin eða upprétt, með 6-8 (-12) blómhlífarblöð. Blöðin handskipt (5 hluta), bleðlar flipóttir og tenntir, stofnblöð vaxa venjulega upp eftir blómgun
Uppruni
N Evrópa
Harka
5
Heimildir
1
Fjölgun
sáning, skipting
Notkun/nytjar
steinhæðir, undirgróður, skógarbotnsplanta
Reynsla
Harðger og auðræktuð
Yrki og undirteg.
Nokkur yrki í ræktun t.d. 'Alba Plena' hvít og fyllt, 'Robinsoniana' ljósblá, 'Grandiflora' með hvít óvenju stór blóm og mörg fleiri mætti nefna.