Anemone sylvestris

Ættkvísl
Anemone
Nafn
sylvestris
Íslenskt nafn
Rjóðursnotra
Ætt
Ranunculaceae
Lífsform
fjölær
Kjörlendi
sól,(hálfskuggi)
Blómalitur
gulhvítur-hvítur
Blómgunartími
maí-júní
Hæð
0.2-0.3m
Vaxtarlag
Grannir viðarkenndir, skriðulir jarðstönglar
Lýsing
Blómin stór, 2,5-8 cm í Þvermál, ilma, mjúkhærð, í fyrstu drjúpandi, einstæð (eða 2 saman) blómhlífarblöð 5, breiðsporbaugótt. Blöðin handskipt í fimm hluta, flipar óreglulega gróftenntir, sporbaugóttir, hærð á neðra borði, stöngulblöð svipuð en heldur minni á styttri stilk
Uppruni
M og A Evrópa, Asía
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
skipting fyrir eða eftir blómgun, sáning
Notkun/nytjar
steinhæðir, beð, blómaengi, undirgróður
Reynsla
Harðger, Þarf að reyna betur hérlendis.
Yrki og undirteg.
Nokkur yrki ræktuð. T.d. 'Grandiflora' með afar stór ilmandi blóm, hvít, drjúpandi, 'Elisa Fellmann' með hálffyllt blóm o.fl.