Angelica gigas

Ættkvísl
Angelica
Nafn
gigas
Íslenskt nafn
Bláhvönn*
Ætt
Sveipjurtaætt (Apiaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Dökk purpura.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
100-180 sm
Vaxtarlag
Fjölæringur með allt að 100 m háa stöngla. Stönglar með dálítið af löngum hárum. Lauf 20-40 sm, með breið-þríhyrningslaga úrlínur, tvisvar sinnum þrídeild.
Lýsing
Sveipir með 1 stöku, flötu stoðblaði. Geislar 3-15, 2-3 sm. Smástoðblöð um 6, lensulaga, purpura. Blómin djúppurpura. Stílar stuttir. Aldin 5-7 mm, aflöng, egglaga, bakrif með mjóa vængi.
Uppruni
Japan, Kórea.
Heimildir
= 2, www.pfaf.org/user/Plant.aspx?LatinName=Angelica+gigas
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 1989 og gróðursett í beð 1990, þrífst vel.