Antennaria aromatica

Ættkvísl
Antennaria
Nafn
aromatica
Íslenskt nafn
Ilmlójurt*
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómgunartími
Júlí-fyrri hluti ágústs (Blóm/fræ).
Hæð
2-7 sm
Vaxtarlag
Ilmlójurt er lágvaxin, fjölær jurt sem myndar breiður, 2-5 sm há og vex upp af trjákenndum jarðstönglum.
Lýsing
Sérbýli. Hver og ein planta er einkynja. Plönturnar 2-7 sm (stönglar með kirtilhár, hárin með legg). Ofanjarðarrenglur 0,5-2,5 sm. Grunnlauf 1-tauga, oftast fleyglaga-spaðalaga, stundum öfuglensulaga, 5-16 × 3-10 mm, broddydd. Bæði borð grá-dúnhærð (og með leggjuð kirtilhár, lifandi lauf með sítrónuilm eða ilm af appelsínuberki ef þau eru marin). Stöngullauf bandlaga, 2-14 mm, ydd. Körfur stakar eða 2-5 í sveiplíkri blómskipun. Karlreifar 4,5-6,5 mm, kvenreifar 5-7(-9) mm. Stoðblöðin ljósbrún, dökkbrún eða ólífugræn efst. Karlkrónur 2,5-3 mm, kvenkrónur 3,5-4,5 mm. Fræhnot 0,9-2 mm, ögn nöbbótt. Karlsvifhárkrans 3-4mm, kvensvifhárakrans 4,5-5,5 mm.
Uppruni
Endemísk í SV Montana og NV Wyoming.
Heimildir
www.eFloras.org Flora of North America, http://www.uwyo.edu
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í beðkanta, steinhæðir. Vex helst á gróðurlitlum hryggjum og tindum við eða ofan við trjálínu í sprungum,skriðum og grýttum kalksteinsjarðvegi í 1500-3600 m h. y. s.
Reynsla
Í Lystigarðinum ar til ein planta sem sáð var til 2010, reyndist skammlíf.