Antennaria dioica

Ættkvísl
Antennaria
Nafn
dioica
Íslenskt nafn
Garðalójurt
Ætt
Körfublómaætt (Asteraceae).
Lífsform
Fjölær jurt, sígræn.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulhvítur, rósrauður, dökkrauður.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
10-20 sm
Vaxtarlag
Jarðlægir, greinóttar ofanjarðarenglur sem skjóta rótum, mynda breiður.
Lýsing
Sérbýli. Fjölæringur sem myndar breiðu, oft þétt-lóhærður, allt að 20 sm hár og er með ofanjarðarrenglur. Grunnlauf allt að 4 x 1 sm, spaðalaga snubbótt, broddydd eða framjöðruð þétt hvít lóhærð neðan meira eða minna hárlaus á efra borði. Stöngullauf fá, lensulaga til bandlaga. Körfur næstum legglausar, stöku sinnum með stuttan legg, 2-15 saman í þyrpingu, stoðblöð græn-brún, efri hlutinn minnir á laufblöð, bleik-hvítur Kvenstoðblöð aflöng-egglaga, karlstoðblöð öfugegglaga. Fræhnotin oddbaugótt, grábrún, oddur með ógreindt hár.
Uppruni
Evrópa, N Asía, N Ameríka
Harka
5
Heimildir
1, http://www.luontoðortti.com
Fjölgun
Skipting, sáning (Sérbýlisjurt, körfur karlplanta eru kúlulaga en körfur kvenplantna aflangar, karlar fallegri garðplöntur)
Notkun/nytjar
Í breiður, kanta, hleðslur, beð, stéttar, klappir, yfir lauka.
Reynsla
Í Lystigarðinum er ein planta gömul planta og plöntur sem sáð var til 1991 og 2010, þrífast mjög vel. -- Harðgerð og auðræktuð tegund, myndar fljótt fallegar breiður, góð í steinhæðaplanta eða sem hlíf yfir smálaukum (H. Sig.)
Yrki og undirteg.
v. hyperborea (D.Don.) DC. Laufin breiðari, öll þétt-lókærð. Nyewood Þéttvaxin, blómin djúp rósbleik.Rosea Blómin rósbleik.Rubra Blómin dökkrauð.