Anthericum liliago

Ættkvísl
Anthericum
Nafn
liliago
Íslenskt nafn
Köngulóarlilja
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Samheiti
A. algeriense, ógilt
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
20-70 sm
Vaxtarlag
Blómstönglar 20-70 sm háir. Lauf 12-40 sm.
Lýsing
Klasar með 6-10 blóm, stöku sinnum stuttgreindir neðst. Blómhlífarblöð 1,5-2 sm, hvít, mjóoddbaugótt. Fræflar 9-13 mm. Stíll uppsveigður. Hýði 8-10 mm, egglaga með odd efst.
Uppruni
Evrópa, Tyrkland.
Harka
7
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í skrautblómabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 2002 og gróðursett í beð 2004. Meðalhargerð-hargerð, lítt reynd hérlendis. Þarf gott skjól.