Arctostaphylos uva-ursi

Ættkvísl
Arctostaphylos
Nafn
uva-ursi
Íslenskt nafn
Sortulyng
Ætt
Lyngætt (Ericaceae)
Lífsform
Jarðlægur, sígrænn runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júní.
Hæð
0.1-0.3m
Vaxtarlag
Runni sem myndar breiðu, jarðlægur, skriðular uppsveigðar greinar, rótskeyttar, ungir sprotar allt að 50 sm langir, hárlausir eða verða hárlausir.
Lýsing
Lauf 1-3 sm, öfugegglaga,til ögn framjöðruð í oddinn, mjókka að grunni, dökkgræn ofan, ljósari neðan, leðurkennd, randhærð. Blómsipunin klasi, drúpandi, stuttur, með 3-12 blómkrónan krukkulaga, 5-6 mm, hvít með bleika slikju efstdúnhærð innan. Aldin (ber) hnöttótt, 6 mm, glansandi skarlatsrauð, mjölkennd. Berin rauð (lúsaber, lúsamunnlingar).
Uppruni
Norðurhvel.
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar, rótarskot.
Notkun/nytjar
Í brekkur, steinhæðir, náttúrlega garða, beð, sem þekjuplanta.
Reynsla
Harðgert lyng, algengt um allt Ísland. Þarf helst að vetrarskýla.