Asparagus officinalis

Ættkvísl
Asparagus
Nafn
officinalis
Íslenskt nafn
Spergill
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulgrænn.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
40-80 sm
Vaxtarlag
Blómstönglar allt að 1 m háir, jurtkendir, uppréttir, stönglar og greinar mjúkar, greinar grænar. Hreisturlauf með lítinn, harðan grunn sem er ekki eins og þyrnar. Laufstönglar (cladodes) 1-3 sm x 0,1-0,2 mm, þráðlaga, 2-4-hyrndir í þverskurð, mjúkir, en eldrihvasshyrndir, grænir eða dökkgrænir, 15-40 eða fleiri saman í knippi á liðunum.
Lýsing
Blóm einkynja, 1-3 saman innanum laufstönglana. Blómleggir bugðóttir, lengri en laufstönglarnir sem þeir vaxa hjá, með hné rétt neðan við blómið. Blómhlíf 6-8 mm. Ber 1-1,6 sm, rauð með 2-6 fræjum.
Uppruni
Miðjarðarhafssvæðið.
Harka
4
Heimildir
= 1, 2
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð, til matar, til afskurðar.
Reynsla
Meðalharðgerð planta sem hefur þrifist nokkuð vel í Lystigarðinum, gömul plantan síðan um 1956. Kemur seint upp, um 10. júní.