Asperula tinctorica

Ættkvísl
Asperula
Nafn
tinctorica
Íslenskt nafn
Litunarsystir
Ætt
Möðruætt (Rubiaceae).
Samheiti
G. triandrum
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
- 80 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt. Stönglar allt að 80 sm, uppréttir eða útafliggjandi, ógreindir eða greindir, 4-hyrndir með renglur, meira eða minna hárlausir. Neðri laufin 6 í kransi, þau efri oftast gagnstæð, allt að 50 x 3 mm, egglaga, bandlaga til lensulaga, hvassydd eða snubbótt, jaðrar niðurorpnir og dálítið snörp á jöðrunum, hárlaus eða stutt-dúnhærð.
Lýsing
Blóm með legg í gisnum 3-greindum kvíslskúf, hvít (rauð í knúppinn), blómleggir allt að 3 mm. Stoðblöð oddbaugótt til egglaga, ydd eða snubbótt, stundum randhærð. Króna trektlaga til pípulaga, pípan allt að 3 mm, flipar 3 allt að 3 mm, hárlausir eða dúnhærðir. Aldin allt að 2 mm breið, hárlaus, dálítið snörp og kornótt.
Uppruni
Evrópa.
Harka
4
Heimildir
= 1, www.pfaf.org/user/Plant.aspx?LatinName=Asperula+tinctoria, www.luontoportti.com/suomi/en/kukkakasavit/dyers-woodruff
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð. Ræturnar eru notaðar til litunar, liturinn rauður, skær og endingagóður.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1975 og gróðursett í beðið (N7-A) 1990. Þrífst mjög vel.