Asphodeline lutea

Ættkvísl
Asphodeline
Nafn
lutea
Íslenskt nafn
Ýligras
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Samheiti
Asphodelus luteus L.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Júní- júlí.
Hæð
- 100 sm
Vaxtarlag
Stöngullinn allt að 100 sm hár, með lauf alveg upp að blómklasanum. Lauf með slétta jaðra, dálítið snarpa efst.
Lýsing
Blómskipunin ógreind. Stoðblöð lengri en aldinleggurinn. Blómhlífarblöð 2-3 sm, gul. Hýði 1-1,5 sm, egglaga til kúlulaga.
Uppruni
Miðjarðarhafssvæðið.
Harka
2
Heimildir
= 1, https://www.rhs.org.uk/plants/details?plantid=187
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð. Þarf áburð á vorin og vökvun ef þurrt er.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 2006 og gróðursett í beð 2007.