Aster conspicuus

Ættkvísl
Aster
Nafn
conspicuus
Íslenskt nafn
Skriðstjarna
Ætt
Asteraceae
Lífsform
fjölær
Kjörlendi
sól
Blómalitur
fjólublár/gulur hvirfill
Blómgunartími
síðsumars
Hæð
-1m
Vaxtarlag
Skriðull, kirtilhærður fjölæringur sem verður allt að 1 m. Blómstönglar margir, loðnir, uppréttir.
Lýsing
Lauf egglaga til öfugegglaga, gróftennt, snörp á efra borði, fínhærð á neðra borði, stilklaus, fótur lykur ögn um stöngulinn. Körfur um 4 sm í þvermál, í hálfsveip, reifablöð kirtilhærð, tungublóm fjólublá, hvirfill gulur. Blómgast síðsumars.
Uppruni
N ? Ameríka
Harka
4
Heimildir
1
Fjölgun
sáning, skipting, græðlingar
Notkun/nytjar
fjölær beð
Reynsla
Lifir ágætlega, í L9 frá 2001. Þarf að binda upp þegar líður á sumarið.