Aster diplostephioides

Ættkvísl
Aster
Nafn
diplostephioides
Íslenskt nafn
Hofstjarna
Ætt
Asteraceae
Lífsform
fjölær
Kjörlendi
sól
Blómalitur
ljósfjólublár/rauðgulur hvirfill
Blómgunartími
júlí-ágúst
Hæð
0.4-0.45m
Vaxtarlag
Nokkuð stórgerð planta eða 30-45 sm á hæð. Gróf hár á öllum plöntuhlutum. Blómkörfur stakar á stöngulendum, stönglar hærðir, einfaldir. Minnir á A. tongolensis en sú tegund er með gul hvirfilblóm.
Lýsing
Lauf allt að 8 sm, snubbóttlensulaga til spaðalaga með kögraða jaðra. Körfur stakar á stöngulendum, 5-7cm í þvermál, dálítið álútar. Tungukrónur langar og mjóar, aftursveigðar, ljós - blápurpura, hvirfilkrónur appelsínugular-rústrauðar. Biðan silkikennd með rauðleitum blæ. Blómgast í júlí-ágúst.
Uppruni
Kashmír, Himalaja, SA Tíbet, V ? Kína
Harka
5
Heimildir
1
Fjölgun
skipting að vori, sáning
Notkun/nytjar
steinhæð, fjölær beð
Reynsla
Hefur reynst þokkalega í garðinum en er oft fremur skammlíf í ræktun - þarf að skipta og halda þanning við. Hefur þó lifað í garðinum í ein 6 ár samfleytt (Í K1 frá 1999)