Aster divaricatus

Ættkvísl
Aster
Nafn
divaricatus
Íslenskt nafn
*Rjóðurstjarna
Ætt
Asteraceae
Lífsform
fjölær, klifurpl.
Kjörlendi
sól
Blómgunartími
síðsumars
Hæð
0,6-0,75m
Vaxtarlag
Blómstönglar allt að 75 sm, ögn bugðóttir, purpuralitir. Skríður með jarðstönglum.
Lýsing
Grunnlauf stundum með vængjaða blaðstilka. Blaðkan 10 ?13 x 5 ?6 sm hjartalaga eða þríhyrnd oft odddregin í endann, tennt. Körfur 1,8 ? 2,5 sm á þvermál, nokkuð margar í flötum eða kúptum hálfsveip, næstum engin geld blöð. Reifar 5 ?7 mm háar, bollalaga. Reifablöðin mjög misjöfn, í allmörgum röðum, aðlægi breið ? oddbaugótt til lensulaga, a.m.k. er þau ytri snubbótt, endinn með lítinn grænan eða purpuralitan odd sem lýsist smám saman að grunni. Tungublóm ekki fleiri en 10, 7 ?10 x 1,5-2,5 mm, aftursveigð, hvít eða bleik, hvirfilblóm gul, 4,5 ? 5,5 mm. Svifkrans 4 ?5 mm. Blómgast síðsumars.
Uppruni
A - Bandaríkin
Harka
H1
Heimildir
2
Fjölgun
sáning, skipting (græðlingar)
Notkun/nytjar
fjölær beð, steinhæðir
Reynsla
Hefur reynst vel í garðinum og vaxið þar lengi (í L3 frá 1992). Vex í opnum skógum og kjarri, í fremur þurrum jarðvegi í heimkynnum sínum.