Aster dumosus

Ættkvísl
Aster
Nafn
dumosus
Íslenskt nafn
Lundastjarna
Ætt
Asteraceae
Lífsform
fjölær
Kjörlendi
sól
Blómalitur
fölpurpurableik eða hvít/gulur hvirfill
Blómgunartími
síðsumars
Hæð
0,7-0,8m
Vaxtarlag
Stinnir uppréttir, greindir blómstönglar. Þarf stuðning er líður á sumarið, skríður lítillega, stönglar smádúnhærðir.
Lýsing
Neðri laufin (grunnlaufin) allt að 5 sm x 3 mm (stöku sinnum allt að 11 sm löng og 8 mm breið) bandlaga eða band – lensulaga, ydd, heilrend eða því sem næst, oft aftursveigð, hrjúf á efra borði en slétt og hárlaus á því neðra. Stöngullauf áþekk en mun minni. Körfur 1,2 – 1,8 sm í þvermál, fjölmargar í breiðum skúf, á 2 – 15 sm leggjum með fjölmörg lítil bandlaga geld stoðblöð. Reifar 4 – 7 mm, topplaga, reifablöðin í allmörgum röðum mjög mismunandi, hvert með vel afmarkaðan öfuglensulaga grænan blett, ydd í endann ystu ekki aðlæg, breytast smám saman í geld stoðblöð . Tungur 15 – 25 (stundum allt að 30 ) 5 – 7 x allt að 1,2 mm, fölpurpurableik eða stundum eða stundum hvít, stundum aftursveigð. Hvirfilkrónur 3,5 – 6 mm. Svifkrans 4 – 5 mm. Blómgast síðsumars.
Uppruni
SA N Ameríka
Harka
3, H2
Heimildir
1,2
Fjölgun
skipting að vori, sáning
Notkun/nytjar
baka til í fjölær beð
Reynsla
Hefur reynst vel í garðinum og lifir svo árum skiptir (í L3 frá 1995 og sum yrkin eldri)
Yrki og undirteg.
Nokkur yrki í ræktun í garðinum og flest minni og þéttari. Yrkin eru mjög frábrugðin villta foreldrinu og hafa e.t.v. orðið til með blöndum (tegunda) sjá líka A. novi – belgii. Þrífast best í sendnum jarðvegi. Helstu yrki eru: ´Lady in Blue´ (Perry 1955) dökkblá, hálffyllt, blómgast síðsumars, 30 – 35 sm á hæð.´Kristine´ (Einf. 1980) brúnhvít, stór blóm, hálfofkrýnd, blómgast um mitt sumar, 30 sm há. ´Blue Bird´ blá, blómgast síðsumars.Talið að yfir 60 yrki af Lundastjörnu séu í ræktun víðs vegar um heiminn!