Aster lateriflorus

Ættkvísl
Aster
Nafn
lateriflorus
Íslenskt nafn
Klettastjarna
Ætt
Asteraceae
Lífsform
fjölær
Kjörlendi
sól
Blómalitur
hvítur/purpurablár hvirfill
Blómgunartími
síðsumars
Hæð
0,4-0,6m
Vaxtarlag
Fjölæringur, allt að 60 sm. Blómstönglar mikið greindir, bogsveigðir eða aftursveigðir.
Lýsing
Lauf allt að 10 x 2.2 sm, öfuglensulaga til tígullaga, oddbaugótt eða lensulaga, þau neðstu stundum stilkuð og/eða tennt, þau efri fara minnkandi eftir því sem ofar dregur á stönglinum, bandlaga til oddbaugótt. Krónur 8 ?12 mm í þvermál, mjög margar á leggjum með smáum stoðblöðum, leggir 2 ?20 mm og nálæg stoðblöð oft lengri en þeir og þegar þau eru á bogsveigðum greinum vita þau upp á við og eru í röð. Reifar 3,5 ? 5,5 mm háar, stutt topplaga stoðblöðin mjög misstór, með mjó ? öfuglensulaga græna miðju, myndar stöku sinnum reglulegt mynstur, mjókka í endana ydd eða næstum snubbótt, yfirleitt aðlæg. Tungur 9 ? 14, 2-5 mm hvít eða hvítleit, meira eða minna aftursveigð. Hvirfilkrónur 2,5-4 mm, flipar 1/2-3/4 af lengd naglarinnar stundum aftursveigðar, verða purpurabláar. Svifkrans 3-5 mm. Dæmigert er að neðri lauf eru 1 sm breið og blómleggirnir með litlu stoðblöðunum < 1 sm löng, plöntur með mjórri lauf með körfur á lengri leggjum eru stundum álitin sem A. vimineus Lam. Þær eru líklega með hvirfilkrónur sem eru ekki eins djúpskertar. Vex bæði í þurrum og rökum jarðvegi.
Uppruni
NA N Ameríka
Harka
H2
Heimildir
2
Fjölgun
sáning, skipting
Notkun/nytjar
steinhæðir, fjölær beð
Reynsla
Hefur reynst vel. Í L3 frá 1995
Yrki og undirteg.
Nokkur yrki ræktuð vestanhafs sem vert væri að prófa hérlendis t.d. 'Prince', 'Horizontalis' ofl.