Aster linosyris

Ættkvísl
Aster
Nafn
linosyris
Íslenskt nafn
Gullstjarna
Ætt
Asteraceae
Lífsform
fjölær
Kjörlendi
sól
Blómalitur
gullgulur
Blómgunartími
síðsumars, ágúst-sept.
Hæð
0.5-0.7m
Vaxtarlag
Þéttblöðóttir, skástæðir stönglar eða uppsveigðir, létt hrjúfir, allt að 70 sm, greinóttir ofan til, verða trjákenndir við þroskann.
Lýsing
Lauf allt að 5 sm, minna en 3 mm breið, lensulaga - mjólensulaga eða bandlaga oft kirtilhærð á efra borði, hrjúf á jöðrum, stilklaus, mjög mörg.Körfur u.þ.b. 1,2 sm í þvermál, 4-12 í hverjum hálfskúf, hálfskúfar margir. Reifar u.þ.b. 5 mm háar, meira eða minna öfugegglaga, reifablöðin mjög breytileg ytri aðallega græn, innri himnukennd en miðhlutinn grænn við oddinn oft með allaga odd. Engin tungublóm. Hvirfilblóm allt að 40 ca 7 mm, krónurnar gullgular, með 2 – 2,5 mm flipa. Svifkrans 3-4 mm, jafn langur og aldinin, hár mislöng. Blómgast ágúst – sept.
Uppruni
S & SA Evrópa
Harka
4, H1
Heimildir
1,2
Fjölgun
skipting, sáning
Notkun/nytjar
fjölær ber, steinhæðir
Reynsla
Þrífst þokkalega í garðinum - hefur vaxið í L3-C02 frá 1994
Yrki og undirteg.
'Gold Dust' blómgast fyrr