Aster macrophyllus

Ættkvísl
Aster
Nafn
macrophyllus
Íslenskt nafn
Morgunstjarna
Ætt
Asteraceae
Lífsform
fjölær
Kjörlendi
sól, léttur skuggi
Blómalitur
hvít-fölfjólublár/gulur hvirfill
Blómgunartími
síðsumars-hausts
Hæð
-1,2m
Vaxtarlag
Plöntur með jarðstöngla. Blómstönglar allt að 1,2 m ögn bugðóttir, sum hárin kirtilhár (stundum erfitt að sjá það).
Lýsing
Grunnlaufin stilkuð, stilkur álíka langur og blaðkan. Blaðkan allt að 18 x 12 sm, næstum kringlótt til þríhyrndegglaga, sum hjartalaga við grunninn, öll hvassydd. Stöngullauf minnka smám saman eða snögglega, blaðstilkur styttist eða er enginn, tennt, milli laufin með vængi á leggjunum. Körfur 3-4 sm í þvermál, margar í flötum hálfsveip, næstum engin geld stoðblöð. Reifar 7-11 mm háar breiðbollalaga, reifablöð í allmörgum röðum, aðlæg, breiðegglaga til mjólensulaga, hærð, með grænan enda sem lýsist smá saman að grunni. Tungublóm 15 ?20, 1,2 ? 1,6 sm x 11,5 ? 2,5 mm, fölfjólublá, stundum hvít í fyrstu. Hvirfilkrónur gular, u.þ.b. 7 mm með flipa sem eru meira en helmingi lengri en nöglin. Svifkrans u.þ.b. 8 mm. Blómgast sumar ? haust. Mjög líkur A. schreberi Nees sem er með fá eða engin kirtilhár. Vex í miðlungi þurrum jarðvegi á skuggsælum stöðum.
Uppruni
A & M N- Ameríka
Harka
H1
Heimildir
2
Fjölgun
sáning, skipting
Notkun/nytjar
fjölær beð, trjábeð
Reynsla
Lítt reynd. Er í uppeldi 2005