Aster novi-belgii

Ættkvísl
Aster
Nafn
novi-belgii
Íslenskt nafn
Strandstjarna
Ætt
Asteraceae
Lífsform
fjölær
Kjörlendi
sól
Blómalitur
bláfjólublár, purpuralitur eða hvítur/gulur hvirfill
Blómgunartími
haust
Hæð
0,9-1.2m
Vaxtarlag
Blómstönglar allt að 1,5 m, þarf að binda upp þegar líður á sumarið. Skríður aðeins með jarðstönglum. Ekki kirtilhærð. Körfur allt að 2,5 sm í þvermál (meira hjá sumum yrkjum),
Lýsing
Lauf allt að 11 x 2,2 sm, flest 4-10 sinnum lengri en breið, ekki bláleit, heilrend eða aðeins tennt, grunnur eyrður. Hvirfingarlaufin stilkuð, öfuglensulaga hin stilklaus, bandlaga eða aflönglensulaga, greypfætt.Körfur 2,5 í þvermál (yrki með stærri blóm, - 5 sm. Fjölmörg geld stoðblöð í skúf, sem er með nokkur egglaga til band lensulaga stoðblöð sem fara smá saman minnkandi. Reifar 5 –8 mm háar, bollalaga, ytri reifablöðin græn, ekki aðlæg, oft jafn löng og þau innri og líkjast geldu stoðblöðunum, stundum styttri en þau innri, sem eru ekki aðlæg eða aðlæg, lensulag og með grænt miðrif og öfuglensulaga grænt svæði við endann. Tungur 30-50 7-10 x u.þ.b. 2 mm (miklu stærri á yrkjum ) og bláfjólublá, purpuralit eða hvít. Hvirfilkrónur 5-6 mm, flipar um 1/4 af lengd naglarinnar. Svifkrans 6-7 mm. Blómgast í sept.- okt.
Uppruni
A N Ameríka
Harka
2
Heimildir
1
Fjölgun
skipting að vori, sáning
Notkun/nytjar
fjölær beð
Reynsla
Mörg bráðfalleg og harðger yrki og flest Þeirra mun lægri en aðaltegundin eða á bilinu 15-50cm (krossar með A. dumosus t.d). Af þeim hefur 'Winston Churchill' reynst langbest í garðinum enn sem komið er en auðvitað á eftir að prófa flest þeirra
Yrki og undirteg.
Óteljandi yrki hafa verið framleidd með víxlfrjógun milli tegundanna. A. dumosus er foreldri litlu afbrigðanna með mörg geld stoðblöð og breyttar reifar. A. lanceolatus getur verið valdur að því að laufgrunnur og reifar passa ekki alveg við lýsinguna hér að ofan. Nafnið A. x salignus Will de Now nær yfir þessa blendinga og er hentust til að nota á "afgangsplöntur" en garðayrki sem eru einhvers virði eru venjulega talin upp undir A. x versicolor 'Winston S Churchill' 70 sm há planta blóm glóandi rúbínrauð 'Rosalinde' (heimild EGF) 'Winston Churchill' hefur þrifist vel í LA og þar utan fjölmörg yrki í ræktun USA t.d. 'Snow Cushion' hvítt og 'Audrey' blátt - allt að 400 yrki í ræktun í USA og Evr. og aðeins hluti þeirra nefndur í RHS og EGF.