Aster oolentangiensis

Ættkvísl
Aster
Nafn
oolentangiensis
Íslenskt nafn
Heiðstjarna
Ætt
Asteraceae
Lífsform
fjölær
Kjörlendi
sól
Blómalitur
djúpblár, himinblár, bleikur/gul-brúnn hvirfill
Blómgunartími
síðsumar-haust
Hæð
1-1,5m
Vaxtarlag
Fjölæringur allt að 1,5 m. Blómstönglar smádúnhærðir - snarpir ofan til, stundum nær hárlausir.
Lýsing
Lauf allt að 13x6 sm, lensulaga, ydd, heilrennd eða stöku sinnum grunn sagtennt, þykk, hrjúfhærð á efra borði, dúnhærð á neðra borði, stofnlauf með minni stilkum eftir því sem ofar dregur, efstu blöðin stilklaus.Körfur í gisnum skúf á löngum blómstilkum. Reifar 5-8 mm háar, reifablöð skoruð í allmörgum röðum, tígullaga, oddur grænni. Tungublóm allt að 12 mm, 10 –15, blá eða stöku sinnum bleik. Aldin 3-5 mm á lengd, ljós, hárlaus eða því sem næst. Blómgast sumar-haust. Blóm í opnum samsettum klasa, blómstilkar langir, geislar allt að 12 mm að lengd, 10-25 alls, bláir eða stöku sinnum bleikir, hvirfill gulur - gulbrúnn
Uppruni
A N Ameríka
Harka
5
Heimildir
1
Fjölgun
skipting að vori, sáning
Notkun/nytjar
fjölæringabeð
Reynsla
Hefur vaxið í garðinum samfellt frá 1992 í L3-B09