Aster pilosus

Ættkvísl
Aster
Nafn
pilosus
Íslenskt nafn
*Hærustjarna
Ætt
Asteraceae
Lífsform
fjölær
Kjörlendi
sól
Blómalitur
hvítur/gulur hvirfill
Blómgunartími
haust
Hæð
-1m
Vaxtarlag
Blómstönglar, greinóttir, mjög hærðir, 50 ?100 sm, stinnir, uppréttir. Þarf þó stuðning þegar líður á sumarið.
Lýsing
Lauf allt að 16 x 2 sm, lensulaga til bandlaga, heilrend eða tennt, lykja ekki um stöngulinn. Þau sem lifa af veturinn stilkuð, jaðarinn á þeim efri innundinn við endann/oddinn og með hárodd sem endar í litlum þyrni. Körfur 1-2 sm í þvermál margar í pýramídalaga skúf, á 1-15 sm löngum leggjum með bandlaga stoðblöðum. Reifar 3,5-5,5 mm háar öfugkeilulaga eða bollalaga, reifablöðin misstór, bandlaga eða bandlensulaga, þau ystu græn, hin með grænan odd sem minnkar eftir því sem innar dregur og myndar ekki mynstur, a.m.k. sum með innundna jaðra við oddinn og þess vegna mjókka þau smám saman í lítinn gagnsæjum endaþyrni, endar eru stundum ekki aðlægir. Tungur 20-35, 4-8 mm, hvítar eða bleikar. Hvirfilkrónur 4-5 mm langar, flipar 1/4 - 1/3 af nöglinni. Svifkrans 2,5- 3,5 mm. .
Uppruni
A & M N-Ameríka
Harka
H1
Heimildir
2
Fjölgun
skipting, sáning
Notkun/nytjar
fjölær beð
Reynsla
Lítt reynd en sem komið er. Í uppeldi 2005. Er talinn einn sá harðasti vestanhafs
Yrki og undirteg.
Aster pilosus v. pilosus - Stönglar og lauf áberandi hærð, neðri lauf lensulaga til bandlensulaga. Tungukrónur oftast hvítar. Líklega yfirleitt ekki í ræktun. Aster pilosus v. pringlei (Gray) Blake. Blómleggir og lauf lítt hærð eða hárlaus, neðri laufin bandlaga. Tungukrónur verða stundum purpurableikar