Aster ptarmicoides

Ættkvísl
Aster
Nafn
ptarmicoides
Íslenskt nafn
Holtastjarna
Samheiti
Solidago ptarmicoides Nees
Lífsform
fjölær
Kjörlendi
sól
Blómalitur
hvítur
Blómgunartími
síðsumar-haust
Hæð
0,5-0,7m
Vaxtarlag
Planta allt að 70 sm, ekki með neina bláa eða purpura slikju.
Lýsing
Lauf allt að 15 x 1 sm, ydd, stundum tennt, þau neðstu stærst mjókka í legg með vængjum. Körfur 1,8 x 2,4 sm í þvermál nokkuð margar í hálfsveip, með nokkur geld stoðblöð sem minnka snögglega. Reifar 4-6 mm háar, skállaga, reifablöðin misstór, aðlæg < eða > ydd með grænan odd og í hann ljósa rák. Tungur u.þ.b. 15, ca 5 x 2 mm hvítar. Hvirfil krónur u.þ.b. 5 mm, hvítar. Svifkrans u.þ.b. 6 mm. Aldin ca 1,5 mm. Blómgast síðsumars-hausts.
Uppruni
N- Ameríka vestur að Klettafjöllum
Harka
H2
Heimildir
2
Fjölgun
skipting, sáning
Notkun/nytjar
Steinhæðir, fjölær beð, vex í þurrum, grýttum jarðvegi í heimkynnum sínum.
Reynsla
Lítt reynd. Í uppeldi 2005