Aster puniceus

Ættkvísl
Aster
Nafn
puniceus
Íslenskt nafn
Glæsistjarna
Ætt
Asteraceae
Lífsform
fjölær
Kjörlendi
sól
Blómalitur
fjólublár/gulur hvirfill
Blómgunartími
ágúst-sept.
Hæð
0.6-1.2m
Vaxtarlag
Grannir, kræklóttir (zig/zag), greinóttir rauðbrúnir stönglar, yfirleitt stinnhærðir ofan til.
Lýsing
Blöðin allt að 16x4 sm, egglaga-lensulaga eða lensulaga, sagtennt, ekki stilkuð, ydd, örlítið hrjúf, neðstu blöðin eyrð eða greypfætt, blöð ofar á stönglum heilrennd. Blómkörfur í greinóttum toppi, meðalstór, tungublóm allt að 16x2 mm, 30-60 saman, fjólublá, stundum bleik eða hvít, hvirfill gulur-rústrauður. Reifablöð allt að 12 mm í allmörgum röðum ydd, laufkennd, jafnstór, aftursveigð og mjókka í endann. Aldin með allmargar taugar, hárlaus eða því sem næst. Blómgast að hausti.
Uppruni
A N Ameríka & Kanada
Sjúkdómar
engir
Harka
3
Heimildir
1
Fjölgun
sáning, skipting
Notkun/nytjar
fjölær beð
Reynsla
Harðger og hefur lifað samfellt í garðinum frá 1982, ágæt til uppfyllingar í fjölæringabeð. Vex sem slæðingur víða í Evrópu, vex í flóum í sínum náttúrulegu heimkynnum