Aster pyrenaeus

Ættkvísl
Aster
Nafn
pyrenaeus
Íslenskt nafn
Bergstjarna
Ætt
Asteraceae
Lífsform
fjölær
Kjörlendi
sól
Blómalitur
ljóslillablár/gulur hvirfill
Blómgunartími
síðsumars
Hæð
0,6-0,8m
Vaxtarlag
Blómstönglar allt að 60 sm, uppréttir stinnir stönglar. Laufin þéttstæð á stönglum. Öll plantan meira eða minna stríhærð.
Lýsing
Lauf allt að 10 x 2,5 sm, ásætin, eyrð við grunn, fín þornhærð. Þau neðri aflöng , efri aflöng –egglaga til egg lensulaga, lítið eitt tennt. Blómin stök, fá saman (4-12) í drjúpandi hálfsveip. Körfur 3,5- 5 sm í þvermál með smá kirtilhár meðal stórra kirtillausra hára. Reifar 1-1,2 sm háar grunn bollalaga, reifablöð 1,5-2 mm breið, hvert mjókkar smám saman í fínan odd, grófhærð og með smá kirtilhár jurtkennd utan, himnukennd að innan. Tungukrónur 20-30 ca 1,4 x 2,5 sm blálilla ofan, hvítleit neðan. Hvirfilblóm u.þ.b. 6 mm. Aldin 3,5- 4 mm. Blómgast síðsumars - haust.
Uppruni
M & V Pýreneafjöll
Harka
6, H1
Heimildir
1,2
Fjölgun
skipting að vori, sáning
Notkun/nytjar
fjölær beð, steinhæðir
Reynsla
Gömul í ræktun í garðinum - í K1-J08 - hefur þrifist vel
Yrki og undirteg.
'Lutetia' (Cayeus 1912)- 60 sm, er oft ranglega sett undir A. amellus, mjög blómviljugt yrki, bleiklilla, með blómskipun í breiðum boga. Best móti sól og endingabetra og kröftugra en A. amellus yrkin.