Aster radula

Ættkvísl
Aster
Nafn
radula
Íslenskt nafn
*Vætustjarna
Ætt
Asteraceae
Lífsform
fjölær
Kjörlendi
sól (hálfskuggi)
Blómalitur
ljósfjólublár/gulur hvirfill
Blómgunartími
síðsumars-haust
Hæð
-0,5m
Vaxtarlag
Planta með rótarstöngla. Blómstönglar allt að 50 sm.
Lýsing
Lauf tennt, fín hrufótt á efra borði, þau neðri stilkuð, blaðkan allt að 6 x 2,2 sm og egglaga með bogadreginn eða ögn mjókkandi grunn, stöngullauf allt að 6,5 sm legglaus og lensulaga eða öfuglensulaga til tígullaga. Körfur allt að 3,2 sm í þvermál, 12-25 í óreglulegum hálfsveip með uppréttar greinar og fáein geld stoðblöð. Reifar 7-8 mm háar, bolla ? eða skállaga, reifablöðin í allmörgum röðum, ytri u.þ.b. 1,5 mm breið, tungulaga lengri, þegar innar dregur mjórri og yddari næstum band ? lensulaga, græn á ytra borði, miðrif grænt, öll hærð, stundum ekki aðlæg í oddinn. Tungur 20-30, 8-13 x ca 2 mm, ljósfjólubláar. Hvirfilkrónur u.þ.b. 5 mm, flipar 1/2 lengd naglarinnar. Svifkrans u.þ.b. 7 mm.
Uppruni
A N Ameríka
Harka
H1
Heimildir
2
Fjölgun
skipting, sáning
Notkun/nytjar
fjölær beð
Reynsla
Hefur þrifist vel í garðinum. Í L3 frá 1999.